Karellen

Nauðsynlegt er að börnin hafi með sér aukaföt. Einnig þurfa þau að hafa með sér útiklæðnað eftir veðri. Hafa ber í huga að veðrabreytingar geta verið örar og stundum þarf að nota bæði regn- og snjógalla sama daginn. Einnig er gott að muna að leikskólinn er vinnustaður barnanna og unnið er með málningu og önnur efni sem geta farið í föt barnanna.

Nauðsynlegt er að taka heim óhrein og blaut föt á hverjum degi þ.m.t. vettlinga til þess að barnið hafi ávallt hrein og þurr föt í leikskólanum.

Mikilvægt er að merkja föt barnanna, sérstaklega yfirhafnir og stígvél. Það eru líka minni líkur á að föt tapist ef þau eru merkt. Einnig biðjum við um að hólf barnanna í fataklefa verði tæmd í lok hverrar viku svo hægt sé að þrífa þau. Gott er að fylgjast vel með hvort að það vanti aukaföt og fylla skúffuna eftir þörfum.


© 2016 - 2023 Karellen