Karellen

Samstarf leik- og grunnskólans er þannig að elstu börn leikskólans fara í heimsókn í grunnskólann einn morgun í hverri viku. 4-5 ára börnin í leikskólanum eru síðan með 1.-4. bekk í skólaseli einu sinni í viku. Börn frá fjögurra til tíu ára eru sett í hópa, þar sem skapandi starf og leiknum eru gerð góð skil í skólaseli. Góð samvinna hefur verið um blöndun hópanna milli starfsfólks leik- og grunnskóla og hefur skólaselið komið vel út og samræða milli skólastiganna aukist til muna. Börnin fá betri möguleika til að aðlagast þar sem þau eru á staðnum og kynnast grunnskólakennurunum og staðháttum vel.

Börn á unglingastigi í grunnskólanum geta auk þess kosið að vera í vali hér í leikskólanum og er það partur af námi þeirra. Nábýlið hefur einnig orðið þess valdandi að samvinna verður um alls kyns viðburði. Sem dæmi má nefna skreytingadaginn í desember sem haldinn er á sama tíma á báðum skólastigum.

Árið 2017 gáfu leik-og grunnskólar Bláskógabyggðar út sameiginlega lestrarstefnu sem er heildræn stefna frá eins árs til 16 ára.

© 2016 - 2024 Karellen