Karellen

Leikskólinn Álfaborg er þriggja deilda leikskóli og er staðsettur í nýju húsi í Reykholti, Biskupstungum.

Elsta deild leikskólans heitir Krummaklettar, miðdeild heitir Lambadalur og deild fyrir yngstu börnin heitir Smáholt.

Í Álfaborg eru í dag börn á aldrinum eins til sex ára og vistunartíminn er fjórir til fimm daga.


Við fáum mat frá matartímanum, sem er fyrirtæki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Matseðlar eru aðgengilegir á vefnum, www.matartiminn.is/matsedlar/, þar sem einnig má sjá næringarútreikninga með því að smella á viðkomandi máltíð.

Grænmeti kemur áfram frá garðyrkjustöðvum í næsta nágrenni mötuneytisins. Maturinn kemur með Sölufélagsbílnum, þ.e. þeim sem sækir grænmeti í Reykholt að morgni dags, ýmist eldaður, kældur og tilbúinn til hitunar, eða óeldaður, tilbúinn til að fara í bakka og í ofn. Sérstaklega er eldað fyrir börn með fæðuóþol og ofnæmi og eru skammtar hvers barns merktir því. Gætt er þó að því að sá matur hafi sem líkast útlit og matur sem önnur börn fá. Áhersla Matartímans er á hollustu og gæði matarins og vonumst við til að ánægja verði með það sem er í boði.
© 2016 - 2024 Karellen