Leikskólinn Álfaborg er þriggja deilda leikskóli og er staðsettur í nýju húsi í Reykholti, Biskupstungum.
Elsta deild leikskólans heitir Krummaklettar, miðdeild heitir Lambadalur og deild fyrir yngstu börnin heitir Smáholt.
Í Álfaborg eru í dag börn á aldrinum eins til sex ára og vistunartíminn er fjórir til fimm dagar.
Mötuneyti er starfrækt fyrir skólann í Aratungu. Matráður er Brynjólfur Sigurðsson.