Karellen

Verið hjartanlega velkomin í leikskólann Álfaborg

Leikskólinn Álfaborg

Sími 480-3050

Kæru foreldrar

Um leið og við bjóðum barnið ykkar og ykkur velkomin í leikskólann okkar, viljum við upplýsa ykkur um ýmis atriði sem tengd eru starfsemi leikskólans og nauðsynlegt fyrir ykkur að vita.

Leikskólinn Álfaborg var stofnaður í sumarbúðunum í Skálholti 27. október 1986. Í fyrstu var hann rekinn af foreldrum og opnunartíminn var þrír dagar í viku frá kl. 13:00-17:00. Í mars 1989 var ákveðið að leikskólinn yrði í gamla skólanum í Reykholti. Sumarið 2016 fluttist skólinn svo tímabundið í grunnskólann og er þar í dag. Haustið 1990 tók Biskupstungnahreppur við rekstrinum af foreldrum. Þá var skólinn opinn fimm daga vikunnar frá kl. 13:00-17:00. Árið 1991 var tekin upp átta tíma vistun. Þá bættist við heitur matur í hádeginu frá skólamötuneyti. Leikskólinn hafði alltaf verið lokaður yfir sumarmánuðina. Frá árinu 2002 var leikskólinn lokaður í 6 vikur en sumarið 2017 var leikskólinn einungis lokaður í 5 vikur.

Leikskólinn Álfaborg er þriggja deilda leikskóli í Reykholti, Biskupstungum. Nýtt húsnæði var tekið í notkun haustið 2019.

Rekstraraðili er Bláskógabyggð. Skólanefnd kjörin af sveitarstjórn fer með málefni leikskólans í umboði sveitarstjórnar. Haustið 2008 var ákveðið að gefa deildunum nöfn og var horft til örnefna á Reykholtssvæðinu. Eldri deild leikskólans heitir Krummaklettar, yngri deildin heitir Lambadalur og ungbarnadeildin heitir Smáholt. Í Álfaborg eru í dag börn á aldrinum eins árs til sex ára og vistunartíminn er fjórir til fimm dagar.© 2016 - 2024 Karellen