Karellen


Í leikskólanum Álfaborg er starfandi sérkennslustjóri sem vinnur í samstarfi við foreldra, skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, deildarstjóra, leikskólastjóra og þeirra er að máli hvers barns koma. Sérkennslustjóri starfar eftir starfslýsingu sérkennslustjóra.

Sérfræðiþjónusta Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings veitir skólanum þá þjónustu sem beðið er um eða óskað eftir á hverjum tíma. Oftast eru það leikskólastjóri og deildarstjóri/sérkennslustjóri í samráði við foreldra, sem vísa nemendum til þeirra ef þörf er á. Foreldrar geta einnig leitað til deildarstjóra/sérkennslustjóra/leikskólastjóra ef þeir hafa áhyggjur af barni sínu og telji mögulegt að það þurfi á sérfræðiþjónustu að halda.


Skóla– og velferðarþjónusta Árnesþings Fljótsmörk 2, 810 Hveragerði Sími 480-4000

Upplýsingar um skólaþjónustuna má finna á http://arnesthing.is/skolathjonusta. Upplýsingar um velferðarþjónustu má finna á http://arnesthing.is/velferdarthjonusta/.


Félagsráðgjafi er við Heilsugæsluna í Laugarási. Viðvera hans er alla virka daga í Laugarási. Vinsamlegast athugið að panta þarf viðtal með fyrirvara í síma 480-1180.


© 2016 - 2023 Karellen