Karellen
news

Lambadalsfréttir í janúar

04. 01. 2019

Gleðilegt nýtt ár kæru foreldrar og takk fyrir það liðna

Við ætlum að fara betur í bókaorminn núna í janúar og fá börnin það hlutverk að vera bókaormur vikunnar. Það barn sem er valið bókaormur kemur með bók í leikskólann sem verður lesin í samverstund. Ef gleymist að koma með bók þá geta börnin fengið að velja bók hjá kennaranum :)

Við höldum áfram með Lubba og eru málhljóðin í janúar: Ii, Yy, Oo, Pp og Tt. Við erum komun með ný lög í söngkrukkuna og um miðjan janúar bætast þorralögum við.

Á ljóslausa daginn þann. 10.janúar mega börnin koma með vasaljós eða höfuðljós og gott væri að merkja þau vel.

Við minnum á að enn vantar fjölskyldumyndir og hægt er að senda þær á alfaborg@blaskogabyggd.is

Mikil rigning er búin að vera þessa dagana og viljum við minna á að kíkja reglulega hvort það vanti aukaföt :)

Við hlökkum til að leika, læra og uppgötva margt nýtt með börnum ykkar á nýja árinu og erum spennt til að halda áfram að sjá þau þróast og dafna.

10. janúar : Ljóslausi dagurinn

15. janúar: Starfsdagur - LOKAÐ

25. janúar: Bóndadagur

© 2016 - 2024 Karellen