Karellen
news

Lambadalsfréttir fyrir nóvember

07. 11. 2018

Heil og sæl

Nú hafa miklar og góðar breytingar átt sér stað í húsnæðismálum en börnin á eldri deildinni voru svo heppin að fá aðstöðu í Bergholti. Við í Lambadal höfum nú 3 herbergi og getum því skipt börnunum niður í fámennari hópa. Okkur finnst börnin nú þegar njóta sín betur í frjálsum leik því þau hafa meira svigrúm og möguleikann á að skipta um rými. Nú er einnig auðveldara að hafa leikefnið aðgengilegt í hæð barnanna, sem ýtir undir sjálfshjálp og sjálfstæði þeirra.

3 börn af Lambadal hafa flutt yfir í Bergholt og því eru börnin í Lambadal 14 talsins í stað 17.

Við munum halda áfram að kalla herbergið, sem eldri deildin var í, Krummakletta því börnin hafa einfaldlega vanist því. Þar er nú komin aðstaða fyrir myndlistina en einnig eru einingakubbarnir þar inni ásamt fleiri leikföngum.

Sameiginlegar söngstundir og ávextir verða á föstudögum kl 9:30 og munu þá börnin á eldri deildinni koma yfir til okkar. Einnig er ætlunin að skipuleggja starfið betur í kvöld á starfsmannafundi, þannig að tengslin milli deilda haldist.

Fjölskyldumyndunum hefur fjölgað, þó vantar enn nokkrar myndir en ætlunin er að setja þær upp á ganginum svo börnin og foreldrar geti skoðað. Hægt er að senda myndir á alfaborg@blaskogabyggd.is J

Gsm númer Lambadals er 8313372

Framundan í nóvember:

8. nóvember: Baráttudagur gegn einelti

11.nóvember: Þjóðhátíðardagur Póllands

12.nóvember: Dótadagur

16.nóvember: Dagur íslenskrar tungu

19.-21.nóvember: foreldrasamtöl

Kveðja,

Kennarar í Lambadal© 2016 - 2024 Karellen