Karellen
news

Lambadalsfréttir 20. júní 2019

20. 06. 2019

Góðann dag kæru foreldrar!

Þetta er líklega síðasti Lambadalspósturinn sem ég sendi til ykkar í bili sem deildarstjóri og sá síðasti þennann veturinn/sumarið. Okkur á Lambadal langar til að þakka ykkur kæru foreldrar kærlega fyrir veturinn!! Hann hefur verið bæði krefjandi og skemmtilegur. Upp úr stendur frábært og skemmtilegt starf með börnunum og gott samstarf við foreldra og forráðamenn. Við erum orðnar ansi spenntar fyrir haustinu og verður meira en nóg að gera í haust að taka á móti börnum og foreldrum aftur eftir sumarfrí, undirbúa starfið sem og að undirbúa opnun nýja leikskólans.

Við erum búin að nýta góða veðrið út í ystu æsar og færa leikinn að mestu út ásamt því að föndra og fara í leiðangra út frá leikskólalóðinni. Við gerðum einnig þá breytingu á að núna í þessarri viku 18-21 júní og í næstu viku 24-27 júní borðum við í Aratungu með eldri deild. Börnunum hefur fundist þetta mjög spennandi tilbreyting og finnst þau voða stór að mega borða þarna með öllum hinum.

Lögin sem við erum að syngja eru: Meistari Jakob á íslensku, Færeysku, sænsku, norsku, dönsku, þýsku, frönsku, ensku og spænsku. Ljónaleitarlagið, Sjáðu hestinn minn, Krókódíll í lyftunni minni, Kónguló á gólfinu, Grísa- Ljóna- og Draugalagið, Fuglahræðan, Ding, Dong sagði.. , Líkamslagið og Fuglinn segir bíbíbí.

Endilega munið eftir sólarvörn fyrir börnin til að hafa í boxinu sínu í fatahengi. Eins eru stundum þurrar varir og kinnar eftir mikla útiveru svo gott er að hafa krem í boxinu líka fyrir börnin- amk fyrir þau sem þurfa á því að halda.

Þeir stafir sem verið er að vinna með núna í Lubbastundum eru: Stafir hvers barns. Sérstaklega upphafstafir á nöfnunum þeirra og jafnvel foreldra líka. Þessi háttur verður á út júní í Lubbastundum.

Framundan í júní:

*24. Júní Hjóladagur! Muna hjálmana!!!

*27. Júní. Útidótadagur og síðasti dagur fyrir sumarfrí.

*28. Júní. Lokað vegna starfsdags og lokunar fyrir sumarfrí.

Bestu kveðjur frá Erlu J, Lovísu, Lucie og Erlu Þórdísi!

© 2016 - 2024 Karellen