Karellen

Aðferðir við námsmat


Ferilmappa:

Ferilmappa er safn verka barna og námsferils þeirra. Börnin taka virkan þátt í að safna gögnum í þessar möppur og fjalla um þau. Fjölbreyttar leiðir eru við gerð og utanumhald ferilmöppu en tilgangur hennar er að efla ígrundun og mat á námi og þroska barns en einnig að gefa upplýsingar um framfarir þess og líðan. Mikilvægur liður í gerð ferlimöppu er ígrundun og mat á framförum barnsins í samvinnu starfsfólks, barnsins og fjölskyldu þess. Ferilmappa getur sagt sögu barnsins, hvað það getur og kann. Hún gefur einnig upplýsingar um áhugasvið þess, kunnáttu og hæfni.

Uppeldisfræðileg skráning:

Skráningin felst í því að hlusta á raddir barnanna, lýsa því sem gerist í leik og starfi þeirra um leið og ferlið í leiknum, könnun þeirra og áhugasvið er fangað með ljósmyndum, skrifum og myndböndum. Þegar búið er að skrá, þá sér leikskólakennarinn til þess að börnin taki þátt í skráningunni og ígrundun og umræðum um hana. Skráningin er borin undir börnin og rætt um upplifun þeirra á því sem fram fór og hvernig reynsla þeirra var af skráðri stund. Í þeirri umræðu þarf að varast að yfirheyra börnin heldur nota opnar spurningar og hvetja til samræðu á jafningjagrunni. Á þeirri samræðu byggir kennarinn áframhaldandi nám barnanna.

Einstaklingsnámskrá:

Ef ástæða þykir til er hægt að semja einstaklingsnámskrá fyrir ákveðið barn. Einstaklingsnámskrá er ávallt gerð í samvinnu við foreldra viðkomandi barns og barnið sjálft eftir því sem tilefni gefst til.

Deildarmöppur:

Starfsfólk safnar saman upplýsingar um nám, kennslu og viðburðir í deildarmöppu. Þessar upplýsingar eru notaðar við innra mat. Möppurnar eru inn á deildum og foreldrum er ávallt velkomið að skoða þær.

Matstæki til að meta nám og þroska barna:

TRAS
TRAS er skráningartæki, notað til þess að skrá og fylgjast með málþroska 2-5 ára barna. Það hjálpar leikskólakennurum að finna börn sem hafa frávik í málþroska og grípa inn í. Hvert og eitt barn á sitt skjal og fyllt er út í reitina 2x á ári frá tveggja ára aldri út leikskólagönguna.

HLJÓM-2

Hljóm-2 er skimun til að athuga hljóð- og málvitund elsta árgangs leikskólabarna. Aðaltilgangur Hljóm-2 er að finna þau börn sem eru með frávik í málþroska til að hægt sé að grípa inn í með snemmtækri íhlutun og draga úr áhættu á lestrarerfiðleikum síðar. Börn sem fara í Hljóm-2 þurfa að vera orðin 4 ára, 9 mánaða og 16 daga og ekki eldri en 6 ára, 1 mánaða og 15 daga.ngils

© 2016 - 2024 Karellen