Karellen

Elsti hópurinn leikskólans fer í grunnskólaheimsóknir fyrir hádegi á þriðjudögum þar sem meiri áhersla er lögð á hefðbundnar námsgreinar. Markmiðið er að börnin kynnist meðal annars nýju umhverfi, starfsfólki, nemendum, húsnæði, leikvelli og nýjum námsleiðum. Þannig skapast samfella milli skólastiga. Heimsóknirnar auðvelda leikskólabörnum skólabyrjun og tengslamyndun í grunnskólanum.

Börn á unglingastigi í grunnskólanum geta auk þess kosið að vera í vali hér í leikskólanum og er það partur af námi þeirra.


© 2016 - 2024 Karellen