Karellen
news

Krummafréttir

04. 12. 2018


Í síðustu viku höfum við verið að fjalla um Grýlu og jólasveinana. Við lásum sögur og fórum í leik þar sem hvert barnið fékk að draga jólasvein og segja frá honum. Á miðvikudaginn fengum við hana Þórdísi Arnljótsdóttur í heimsókn til okkar með leikhús í tösku og heitir leikritið Grýla og jólasveinarnir. Börnin skemmtu sér konunglega og voru ánægð með þetta. Leikritið höfðaði vel til barnanna og allir skemmtu sér vel þrátt fyrir að sumum þætti nóg um atganginn í Grýlu. Þau voru dugleg að svara ef þau voru spurð og mundu eftir því sem þau voru að læra fyrr í vikunni.

Eftir að við komum í Bergholt byrjuðum við á lubbastundum , við tökum inn nýjan staf á hverjum fimmtudegi og fjöllum um hann alla viku á ýmsan hátt.Í bókinni "Lubbi finnur málbein" er unnið með nám í þrívídd, þá er átt við sjónskyn, heyrnaskyn og hreyfi- og snertiskyn. Með því að vinna með hljóðnám í þrívídd er verið að æfa börnin í að tileinka sér íslensku mál hljóðinn, það brúar bilið milli stafs og hljóðs og að lokum kemur þetta börnum á sporið í lestri og ritun.

Annars erum við búin að vera rosalega dugleg að gera jólagjafir og jólaföndur með börnunum sem hafa skemmt sér vel við það, við erum að sjá fullt af listamönnum á deildinni eins og sjá má á veggjunum og gluggum hjá okkur. Einnig erum við að syngja jólalög og hafa góða jólastemningu hjá okkur. Að öðru leyti ætlum við að reyna að hafa það rólegt, þægilegt og notalegt hjá okkur í desember og njóta þess að vera saman og hafa það gaman.

© 2016 - 2024 Karellen