Karellen
news

Vígsla

21. 10. 2019

Föstudaginn 18. október var nýtt húsnæði leikskólans Álfaborgar vígt við hátíðlega athöfn. Húsið var opið almenningi milli kl. 16 og 18 og var mjög ánægulegt að sjá hve margir sáu sér fært að mæta og gleðjast með okkur. Í athöfninni var húsið blessað af sr. Agli Hallgrímssyni. Margir komu færandi hendi og vill starfsfólk Álfaborgar koma á framfæri bestu þökkum til þeirra.

Börnin mættu svo kát og spennt í nýja leikskólann mánudaginn 21. október.
Álfaborg er þriggja deilda leikskóli sem er 560 fermetrar að stærð. Til að byrja með verða 30-40 nemendur í leikskólanum sem starfar í anda Reggio Emilia.







© 2016 - 2024 Karellen