Karellen
news

Orðaskil

22. 11. 2018

Kæru foreldrar,

Við höfum tekið í notkun orðaskil. Orðaskil er málþroskapróf fyrir börn frá 18 mánaða til 3 ára, sem byggir á orðaforðagátlista, sem foreldrar fylla út. Prófinu er ætlað að mæla orðaforða barnanna svo og hvort þau hafa náð valdi á beygingarkerfi og setningagerð málsins. Ef barn mælist einu staðalfráviki eða meira frá meðaltali í orðaforða eða setningagerð jafnaldra er veitt viðeigandi íhlutun. Farið verður yfir niðurstöður í foreldraviðtölum.

Áætlað er að leggja prófið fram einu sinni á leikskólagöngu barns á bilinu 2,9 ára til 3,0 ára.

© 2016 - 2024 Karellen