Karellen
news

Fréttir í desember

06. 12. 2019

Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur þessa vikuna. Vikan byrjaði á piparkökubakstir með foreldrum.

Á miðvikudaginn kom Ingimar Einarsson og spilaði á harmoníkuna og eftir hádegi sama dag kom Þórdís Arnljótsdóttir leikkona og flutti leikritið Grýla og jólasveinarnir sem var um hana Birtu sem var að læra um jólasveinana. Þórdís brá sér í hlutverk allra jólasveinanna, grýlu, Birtu og gamallar konu. Börnin horfðu hugfanginn á leik Þórdísar og skemmtu sér mjög vel. Fimmtudaginn 12. desember erum við búin að bjóða eldriborgurum í heimsókn og ætla elsti hópur að baka vöflur handa þeim.

Röðin á jólasveinunum vill gleymast milli ára en hér kemur hún fyrir þá sem ekki muna. Íslensku jólasveinarnir eru þrettán og kemur sá fyrsti að morgni 12. des. og þá er það röðin:

12. des. Stekkjastaur,

13. des. Giljagaur,

14. des. Stúfur,

15. des. Þvörusleikir,

16. des. Pottaskefill (Pottasleikir),

17. des. Askasleikir,

18. des. Hurðaskellir,

19. des. Skyrgámur,

20. des. Bjúgnakrækir,

21. des. Gluggagægir,

22. des. Gáttaþefur,

23. des. Þorláksmessu Kjötkrókur

© 2016 - 2024 Karellen