Karellen
news

Smáholtsfréttir

30. 08. 2019

Smáholtsfréttir30. Ágúst 2019

Kæru foreldrar!

Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin á nýju deildina okkar í Álfaborg,

Og vonum við að sumarið hafi verið sem allra best hjá ykkur.

Aðlögun hefur einkennt ágústmánuð og hefur hún gengið vonum framar og erum við enn að kynnast og læra inná hvor aðra. Í september munum við svo byrja með Lubba stundir og tákn með tali.

Ég hef aðeins verið að sýna þeim hvernig fyrsti stafurinn þeirra hljómar og eru þær mjög spenntar fyrir þeim og strax farnar að sýna því áhuga. Eins hef ég verið að nota fá og einföld tákn í leik einsog bolti, dúka og kubba. Hægt er að fara inná http://lubbi.is/index.php/lubbasarpur og skoða Lubba og eins með http://tmt.is/og skoða táknin.

Hún Aja bættist í starfshópinn okkar núna í ágúst, en hún hefur starfað sem dagmamma hérna í sveitinni og bjóðum við hana hjartanlega velkomna. Við verðum því tvær sem munum starfa inná Smáholti í haust.

Í vor byrjuðum við með skráningar kerfið karellen og hefur það reynst okkur vel, þar er hægt að sjá hvernig barnið borðaði og hvort það svaf. Einnig geta foreldrar skráð börnin sín í leyfi eða vegnaveikinda. Hægt er að sækja appið í síman og mælum við eindregið með því að foreldrar geri það.https://karellen.is/leikskolaapp/Eins viljum við minna á heimasíðuna http://alfaborg.leikskolinn.is/

Við minnum foreldra á að kíkja regglulega í hólf og skúffur og passa á að barnið sé með nóg af aukafötum bæði úti og inni fötum.

Frammundan í Álfaborg 10 september bangsadagur

16 september Dagur íslenskrar nátturu

30 september Dótadagur

Kveðja Lovísa og Aja.

© 2016 - 2024 Karellen