Karellen
news

Smáholtsfréttir

23. 01. 2020

Veðrið í janúar er búið að vera mjög litríkt, en það er búið að vera mjög stillt og erum við að ná að vera heila viku í leikskólanum :) Síðustu tvær vikurnar höfum við verið að vinna í ísþemanu. Við settum snjó í sullukarið okkar og lékum okkur heillengi í því. Við gerðum frostrósir, settum vatn í plasthanska sem við síðan settum í frysti. Við náðum í hann næsta dag og vorum að fylgjast með hann bráðna yfir daginn. Við erum búin að vera dugleg að dansa og hreyfa okkur með lögunum hans Blæ vináttubangsa. Við ætlum að halda áfram að vinna í ísþemanu og næst ætlum við að prófa að mála með klaka.

© 2016 - 2023 Karellen