Karellen
news

Fréttir í desember

06. 12. 2019

Nú er kominn desember og erum við byrjuð að skreyta og undirbúa jólin. Allur leikskólinn fór að sjá þegar ljósin voru kveikt á jólatréinu hjá Aratungu. Það var spilað á gítar og sungið jólalög. Stelpurnar í Smáholtinu dönsuðu með og nutu sín vel. Við buðum Kolbrúnu Öglu velkomna en hún byrjaði hjá okkur í Smáholti á mánudaginn og eru allir spenntir að eignast nýjan vin. Á mánudaginn var bakað piparkökur og áttum við góða stund saman.Það er lítið af sólarljósi og mjög kalt úti, við mikið inni að hafa það notalegt og gera ýmislegt skemmtilegt. Við erum mikið að nota skynfærin og gera uppgötvanir, eins og að nota ljósaborðið, inni sandinn og allskonar í myndlist. Það styttist í jólin og áramót og viljum við óska ykkur gleðrilegra jóla og þökkum fyrir árið sem er að líða. Gleðilega jól og farsælt komandi ár.

Mikilvægar upplýsingar

19/12 jólaball

23/12 leikskólinn lokaður

31/12 og 1./1 leikskólinn lokaður

14/1 leikskólinn lokaður vegna starfsdags

© 2016 - 2023 Karellen