Karellen
news

Krummafréttir í maí

10. 05. 2019

Í maí urðu þær breytingar á starfsfólki á Krummaklettum að hún Ellisif hætti. Sigrún verður áfram hjá okkur tvisvar í viku mánudaga og fimmtudaga. Þessi vika hefur farið í að kynna krökkunum Bæl bangsa. Allir eru mjög ánægðir með sinn bangsa, þau fá að vera með hann í frjálsa leiknum og í hvíld, við að lesa sögur fyrir börnin og skoða spjöld sem fylgja verkefninu. Við erum líka að syngja ýmis lög sem tengjast Blæ. Börnin hafa verið dugleg í vetur að teikna og mála listaverk. Við erum farnar að hengja upp verk eftir börnin og verður opin sýning á listaverkum barnanna frá kl.13 til 16. á fimmtudaginn 16.maí á sama tíma og vorhátíðin verður.Síðasti tímin hjá Freydísi verður á þriðjudaginn 14. maí.

© 2016 - 2023 Karellen