Karellen
news

Fréttir frá Freydísi

12. 04. 2019

Sæl og blessuð

Ég hef verið að fá 5 ára hópinn til mín 1x í viku. í fyrstu tveimur tímunum þá erum við í stærðfræði og þar eru þau með Sprota1a verkefnabók og fara svo í sprota 1a nemendabók þegar þau byrja í 1. bekk. Við erum líka að æfa okkur í að telja, flokka og skoða form. Við erum líka að æfa okkur að skrifa tölustafina.

í seinni tveimur tímunum er 1. bekkur með okkur. Þá erum við að æfa okkur í stöfunum og þau taka þátt í staf vikunnar með 1. bekk. Þau eru líka með ýmis sporaverkefni og eru líka að æfa sig að skrifa nafnið sitt. Við erum að ríma, og æfa fyrsta og síðasta hljóð.

En svo eru þau alltaf að æfa að halda rétt á skriffæri, klippa og vera í skóla.

Þetta er það helsta.

Kveðja,

Freydís

© 2016 - 2024 Karellen