Karellen
news

Pistill frá Krummaklettum 26. febrúar

26. 02. 2019

Febrúar hefur verið annasamur mánuður hjá okkur. Eins og komið hefur fram hefur aðaláherslan verið lögð á vináttuna. Vinnáttan kemur inn á alla grunnþætti menntunar og vináttan skiptir svo miklu máli.“ Við bökuðum kökur og gáfum öðrum, lituðum öll saman mynd af Binna kokki og þökkuðum honum fyrir matinn. Við lærðum söngva um vináttu, lásum bækur og Asparhópur er að klára bláhnöttinn og læra um að þau búa ekki ein í þessum heimi og hvernig á að taka tillit til annara. Eftir að bókinni líkur fá þau að kjósa um hvað þeim langar að gera, smá verðlaun eftir að hafa hlustað á 80.bls á stuttum tíma.

Í lubbanum höfum við verið að kenna krökkunum stafinn K og Ö og í þessari viku tökum við fyrir stafinn Á.

Í mars verður áherslan lögð á málrækt og grunnþátturinn læsi tekin fyrir. við munum nota fjölbreytta kennsluhætti og leika okkur með læsi á ýmsan hátt bæði úti og inni.

© 2016 - 2024 Karellen