Karellen
news

Dagur leikskólans 6.febrúar 2021!

05. 02. 2021

Í tilefni af Degi leikskólans, sem er 6. febrúar, verður sýning frá þemaverkefnum barnanna í Álfaborg. Sýningin verður í Íþróttamiðstöðinni/sundlauginni og á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu frá 4. til 16. febrúar.

Þema skólaársins 2020-2021 eru sögur og ævintýri.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Mennta-og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfið út á við og gera leikskólann sýnilegri í samfélaginu.

© 2016 - 2022 Karellen