Karellen
news

Lambadalsfréttir 11. mars 2019

11. 03. 2019

Lambadalsfréttir 11. mars 2019

Þá er fyrsta vikan í mars liðin. Fyrsta vikan einkenndist af vísindum, bolluáti, búningum og síðast en ekki var sungið af innlifun: Saltkjöt og baunir túkall.. :DÁ bolludaginn föndruðum við bolluvendi, borðuðum bollur í öll mál og höfðum gaman í hópastarfi. Á sprengidaginn var sungið um baunir og túkalla og unnið í vísindum í hópastarfi. Öskudagurinn rann svo upp ogþá mættu hinar ýmsu kynjaverur í leikskólann. Börnin í Bergholti komu yfir til okkar kl 10 og slegið var upp Öskudagsballi með tilheyrandi dansi og fjöri. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og fengu allir að máta sig við að reyna að ná honum úr. Börnin sem eru í Bergholti höfðu búið til mjög flottan kassa til að slá í. Gaman var að fá einnig foreldrana í heimsókn til okkar á meðan ballið var.

Lucie byrjaði að vinna hjá okkur þann 1. mars síðastliðinn. Hún er frá Tékklandi og er með gráðu í menntunarfræði og mikla reynslu í að vinna með skátunum í sínu heimalandi. Hún er búin að taka námskeið í íslensku og er á slíku núna í mars einnig og getur orðið tjáð sig og skilið flest á íslensku en hún stefnir á að verða altalandi á okkar móðurmáli og leggur mikið upp úr því að tala rétta og góða íslensku við börnin.

Mig langar að minna foreldra á að láta vita ef börnin eru veik eða koma ekki í leikskólann svo við getum skipulagt starfið sem best fyrir hvern dag. Endilega verið dugleg að kíkja í skúffur og hólf svo allir séu með nóg af aukafötum til að takast á við verkefnin í leikskólanum.

Framundan:

15. mars: Mottudagur

19. mars: Brosdagur Álfaborgar

20. mars: Foreldrafundur Álfaborgar

Bestu kveðjur frá öllum á Lambadal!

© 2016 - 2024 Karellen