news

Gleðilegt ár

11. 01. 2019

Gleðilegt ár

Vikupistill Krummakletta 11. janúar 2019

Gleðilegt ár kæru börn og foreldrar. Við starfsfólkið á Krummakettum hlökkum til að njóta ársins 2019 með ykkur og þökkum fyrir samstarfið og samveruna á árinu 2018. Nú eru allir komnir aftur í leikskólann eftir langt frí bæði börn og starfsfólk.Dagskipulag leikskólans komst aftur í fastar skorður í þessari viku, við byrjuðum vikuna á að taka niður jólaskrautið . Grenihópur málaði nýjar myndir í annan gluggann, þeim langaði í snjó þannig að það var ákveðið að mála snjó og snjókarl. Á þriðjudeginum var myndlist við máluðu áramótamyndir og fjölluðum um áramótin og þrettánda. Er grýla á lífi, það var stóra spurninginn því það sást til hennar á þrettándanum á sólheimum, vestmannaeyjum og keflavík. Það voru margir á því að einhver væri bara að leika grýlu en aðrir voru ekki sammála því þau sáu alvöru grýlu. Á miðvikudeginum var hlaupið í íþróttahúsinu í tvo tíma og hefðu sum geta verið í tvo tíma í viðbót það var svo mikil orka í börnunum. Á fimmtudaginn var svo ljóslausidagurinn sem heppnaðist mjög vel þar sem rafmagnið fór af í langan tíma eftir hádegið og gott að hafa öll vasaljósin þegar það gerðist.

Góða helgi og munið bæði Grunn og leikskóli er lokaður á Þriðjudaginn 15.janúar.

© 2016 - 2021 Karellen