Karellen
news

Leikskólakennari óskast

11. 06. 2019

Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu frá 6 ágúst 2019. Einnig kemur til greina að ráða leikskólakennara í hlutastarf. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leikskólans og grunnskólans Bláskógaskóla í Reykholti. Álfaborg er 2ja deilda leikskóli og er staðsettur til bráðabirgða í tveimur húsum í Reykholti, Biskupstungum, þ. á m. með aðalaðsetur í Bláskógaskóla. Nýtt húsnæði leikskóla er í smíðum og er áætlað að taka það í notkun haustið 2019. Þá opnar þriðja deildin í leikskólanum.

Helstu verkefni:

  • Vinnur að uppeldi og menntun barna
  • Vinnur að faglegu starfi og samvinnu innan skólans
  • Foreldrasamstarf

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Góð íslenskukunnátta
  • Sjálfstæði, frumkvæði og góð samskiptahæfni
  • Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í starfi
  • Ánægja af því að starfa með börnum


Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lieselot Simoen, leikskólastjóri í síma 480 3046. Umsóknir sendast á netfangið: lieselot@blaskogabyggd.is

Umsóknarfrestur er til 26. júní 2019.


© 2016 - 2024 Karellen