Karellen
news

Lambadalsfréttir í desember

29. 11. 2018

Lambadalsfréttir í desember

Nú er desember að nálgast og erum við byrjuð að huga að jólaföndri. Í desember höldum við áfram með þemað ,,ég sjálf/ur og fjölskyldan mín“, við fræðumst um líkamann okkar og tilfinningar. Ennþá vantar okkur fjölskyldumyndir og viljum við minna ykkur á að hægt er að koma með hana útprentaða eða senda á alfaborg@blaskogabyggd.is

Markmið okkar í desember er að eiga rólega og notalega stundir saman fram að jólafríi. Við höldum áfram með faglegt starf og alltaf finnst okkur gaman að læra stafi hjá Lubba, málhljóðið í þessari viku er U og í desember verður farið yfir málhljóðin L, G, F og S.

Bókaormurinn er nýtt hjá okkur og virkar það að barn kemur með bók að heiman og lesum við bókina, spjöllum um hana og hvort það séu orð sem við skiljum ekki og ræðum um orðin. Síðan þegar því er lokið er næsta barn valið sem á að koma með bók daginn eftir.

Piparkökubakstur er í næstu viku og eru foreldrum og öðrum aðstandendum velkomnir að koma og baka með börnunum. Í andyrinu eru upplýsingar um hvaða börn koma hvaða dag í bakstur.

Börnin eru byrjuð að gera jólagjafir, jólakort og jólaskraut til að taka með heim.

Fimmtudaginn 20. desember ætlum við að halda uppá litlu jólin í leikskólanum. Fyrir hádegi verður róleg stund, föndrum og lesum jólabækur. Eftir hádegismat og hvíld förum við í Aratungu á jólaball. Grunnskólinn verður með sitt ball á undan okkur svo við fáum nóg pláss til að dansa þetta árið. Ballið byrjar kl. 14:30 og lýkur kl. 15:45.

Náttfatadagur 21. desember

Við ætlum að hafa það sem notalegast rétt fyrir jólin. Þennan dag ætlum við að föndra og hlusta á jólalög og dansa. Börnin mega mæta í náttfötum sínum.



© 2016 - 2024 Karellen