news

Aðstoðarleikskólastjóri, deildarstjóri, verkefnastjóri og leikskólakennarar óskast

16. 04. 2019Aðstoðarleikskólastjóri, deildarstjóri, verkefnastjóri og leikskólakennarar óskast
Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra í 100% starfshlutfall frá og með 6. ágúst 2019.

Aðstoðarleikskólastjóri

Starfsvið:

Starfa samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla, námskrá Álfaborgar og skólastefnu Bláskógabyggðar

Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans

Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans

Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins

Sinnir þeim verkefnum sem varðar stjórnun og sérkennslustjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum

Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu

Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf

Menntunar og hæfniskröfur:

Leikskólakennaramenntun

Stjórnunarreynsla í leikskóla

Reynsla af sérkennslu

Færni í samskiptum

Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Góð tölvukunnátta

Góð íslenskukunnátta

Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir verkefnastjóra í 100% starfshlutfall frá og með 6. ágúst 2019.

Í haust 2019 munum við flytja í nýtt húsnæði og þar með viljum við þróa og innleiða nýja stefnu fyrir leikskólann ásamt skólanámskrá. Verkefnastjórastaðan er til eins árs en viðkomandi fær ótímabundin ráðningu sem leikskólakennari.

Helstu verkefni:

 • Skipuleggur og stýrir viðkomandi verkefni í samráði við leikskólastjóra
 • Er tengiliður við þá aðila sem tengjast verkefninu innan leikskólans sem utan.
 • Sér um að gera áætlanir, mat og skýrslugerð sem tengist verkefninu.
 • Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra sem í hlut eiga.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Reynsla og þekking af Reggio Emilia stefnu
 • Reynsla og þekking á útinámi
 • Góð íslensku kunnátta
 • Sjálfstæði, frumkvæði og góð samskiptahæfni
 • Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í starfi
 • Ánægja af því að starfa með börnum

Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir deildarstjóra í 100% stöðu frá 6. ágúst 2019. Einnig óskast leikskólakennari í 100% stöðu í ótímabundna ráðningu. Einnig kemur til greina að ráða í hlutastarf. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leikskólans og grunnskólans Bláskógaskóla í Reykholti. Álfaborg er 2ja deilda leikskóli og er staðsettur til bráðabirgða í tveimur húsum í Reykholti, Biskupstungum, þ. á m. með aðalaðsetur í Bláskógaskóla. Nýtt húsnæði leikskóla er í smíðum og er áætlað að taka það í notkun haustið 2019. Þá opnar þriðja deildin í leikskólanum.

Deildarstjóri

Leikskólakennari

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati á starfi deildarinnar
 • Vinnur að uppeldi og menntun barna
 • Foreldrasamstarf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Góð íslensku kunnátta
 • Sjálfstæði frumkvæði og góð samskiptahæfni
 • Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í starfi
 • Ánægja af því að starfa með börnum
 • Reynsla er æskileg

Helstu verkefni:

 • Vinnur að uppeldi og menntun barna
 • Vinnur að faglegu starfi og samvinnu innan skólans
 • Foreldrasamstarf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Góð íslensku kunnátta
 • Sjálfstæði, frumkvæði og góð samskiptahæfni
 • Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í starfi
 • Ánægja af því að starfa með börnum

Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lieselot Simoen, leikskólastjóri í síma 480 3046. Umsóknir sendast á netfangið lieselot@blaskogabyggd.is

Umsóknarfrestur er til 3. maí 2019.© 2016 - 2020 Karellen