news

Aðstoðarleikskólastjóri

12. 06. 2019

Erla Jóhannsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri leikskólans Álfaborgar og tekur formlega til starfa 6. ágúst 2019. Hún mun einnig sjá um sérkennslustjórn í leikskólanum.

Erla útskrifaðist frá Háskóla Íslands sem leikskólakennari (B.Ed.) 2011 og hefur starfað sem leikskólakennari og deildarstjóri síðan fyrir utan eitt smá hlé þar sem hún vann í Friðheimum (2017-2019).

Ekki hefur verið starfandi aðstoðarleikskólastjóri fyrr við Álfaborg. Við óskum Erlu til hamingju með stöðuna og bjóðum hana velkomna til nýrra ábyrgðarstarfa innan leikskólans.


© 2016 - 2020 Karellen