news

Vikupistill Krummakletta 11. 12. 2018

11. 12. 2018

Síðustu vikur hafa verið skemmtilegar í leikskólanum, við höfum verið að vinna ,læra, föndra og Perla. Einnig höfum við verið dugleg að leika okkur úti, börnunum þykir þá sérstaklega skemmtilegt að fara út í gamla leikskóla og leika þar.Í inniverunni eru perlur og teikna í uppáhaldi.

Í síðustu viku bökuðum við piparkökur og skreytum,og það sem börnin voru dugleg. Af gleði og vinnusemi unnu börnin og foreldrar af miklu kappi þar til allt deig var búið. Takk fyrir komuna kæru foreldrar.

Öll börnin hafa fengið að búa til jólasveinagrímur , við höldum áfram að búa til jólaskraut fram að jólum. Á morgunn löbbum við saman kl.9.30 heim til Guðbjargar og fáum kakó og á fimmtudaginn verður jólabíó í Bergholti með Selinu, svo það verður alltaf eitthvað að hlakka til

© 2016 - 2019 Karellen